Tuttugu fréttamenn fylgjast með komu Angelu Merkel

Angela Merkel.
Angela Merkel. AFP

Tuttugu þýskir fréttamenn eru komnir til Íslands til þess að fylgjast með heimsókn Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, að því er áreiðanlegar heimildir Morgunblaðsins herma en hún kemur til landsins í dag.

Er fjölmiðlafólk óvenjumargt miðað við það sem gerist við heimsóknir annarra þjóðarleiðtoga til landsins.

Öryggisgæsla í kringum heimsókn Merkel mun vera með hefðbundnu sniði, eftir því sem sömu heimildir herma. Eins og greint var frá í Morgunblaðinu síðastliðinn fimmtudag er Merkel sérstakur gestur árlegs sumarfundar forsætisráðherra Norðurlandanna og er hún hér í boði Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. Fjölmiðlamenn frá Norðurlöndunum eru einnig hérlendis vegna sumarfundarins.

Auk þess að sitja fundi forsætisráðherranna mun Merkel funda einslega með Katrínu á Þingvöllum í dag. Óljóst er hversu lengi Merkel verður á landinu en hún mun alla vega dvelja hér fram á þriðjudag, að því er fram kemur í Mmorgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert