Merkel spókar sig í miðbænum

Merkel gripin glóðvolg á vappi um miðbæinn.
Merkel gripin glóðvolg á vappi um miðbæinn. mbl.is/Ásdís Halla Bragadóttir

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, er á landinu en hún fundar með Katrínu Jakobsdóttur og forsætisráðherrum Norðurlanda á Þingvöllum í kvöld.

Nú í eftirmiðdaginn sást til kanslarans á göngu upp Bankastrætið. Ásdís Halla Bragadóttir, fyrrverandi bæjarstjóri í Garðabæ, festi Merkel og fylgdarlið á filmu og fékk kanslarann meira að segja til að horfa þráðbeint í myndavélina, þótt það hafi sennilega verið óviljandi.

„Ég ætlaði ekkert að trufla hana,“ segir Ásdís, sem segir Merkel hafa virkað afslappaða og sátta. Ásdís var á leið sömu átt og þýska sveitin, frá Menntaskólanum í Reykjavík upp Bankastræti og þaðan inn á Laugaveg. Hún segir að Merkel hafi ekki orðið fyrir neinu áreiti á leiðinni þótt margir hafi vissulega snúið sér við til að gefa henni gaum, er hún arkaði upp verslunargötuna til að kynna sér náttúruleg heimkynni Þjóðverja í Reykjavík.

Myndin í fullri stærð.
Myndin í fullri stærð. Ljósmynd/Ásdís Halla Bragadóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert