Mótsögn í umræðum um sæstreng

Frá fundi utanríkismálanefndar um orkupakkann í maí.
Frá fundi utanríkismálanefndar um orkupakkann í maí. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tóm­as Jóns­son hæsta­rétt­ar­lögmaður seg­ir mót­sögn fel­ast í því að ætla að samþykkja þriðja orkupakka Evr­ópu­sam­bands­ins, sem geng­ur út á að tryggja sam­eig­in­leg­an raf­orku­markað inn­an Evr­ópu, en standa síðan í vegi fyr­ir því að sæ­streng­ur geti nokk­urn tím­ann verið lagður hingað til lands. Tóm­as kom fyr­ir fund ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar Alþing­is í morg­un.

Í minn­is­blaði sem Tóm­as lagði fyr­ir nefnd­ina kem­ur fram að Evr­ópu­dóm­stóll­inn (ECJ) beiti jafn­an svo­kölluðum mark­miðsskýr­ing­um við túlk­un á lög­um og reglu­gerðum sam­bands­ins, þ.e. horfi til þess hvert mark­mið með lög­gjöf­inni er, og bend­ir hann máli sínu til stuðnings á dóma­for­dæmi. Þannig hafi Evr­ópu­dóm­stóll­inn á sjö­unda ára­tugn­um úr­sk­urðað að lög sam­bands­ins væru fram­ar lög­um aðild­ar­ríkja þótt ekk­ert hafi verið um það að finna í Róm­arsátt­mál­an­um, stofn­sátt­mála Evr­ópu­sam­bands­ins.

„Dóm­stóll­inn komst ein­fald­lega að þeirri niður­stöðu að Evr­ópu­sam­bandið gengi ekki upp nema regl­urn­ar væru svo­leiðis.“

Mark­miðið með þriðja orkupakka ESB er öðrum þræði að koma á fót sam­eig­in­leg­um orku­markaði inn­an sam­bands­ins, en til­koma hans hef­ur meðal ann­ars stuðlað að betri nýt­ingu orku sem frjáls flæðir milli aðild­ar­ríkja.

Ljóst sé að eigi Ísland að taka þátt í þess­um markaði, eins og reglu­gerðin kveður á um, þá verði það aðeins gert með sæ­streng. Seg­ir Tóm­as að reyni stjórn­völd að koma í veg fyr­ir lagn­ingu sæ­strengs gætu „dóm­stól­ar kom­ist að þeirri niður­stöðu að Ísland upp­fylli ekki skuld­bind­ing­ar orkupakk­ans“, þótt ekki sé vikið ber­um orðum að sæ­streng í orkupakk­an­um.

Þarf að kanna nán­ar

Tóm­as kall­ar eft­ir því að þessi flöt­ur orkupak­kaum­ræðunn­ar verði kannaður til hlít­ar, og seg­ir aðspurður að sá fjöldi lög­fræðiálita sem ritaður hef­ur verið um téðan pakka hafi ekki kannað þenn­an vink­il nægi­lega; meira hafi verið lagt upp úr því hvort orkupakk­inn stand­ist stjórn­ar­skrá, sem sé önn­ur umræða.

Ein­hverj­ir hafa þó kannað áhrif orkupakk­ans á mögu­lega sæ­strengs­skyldu. Hilm­ar Gunn­laugs­son lögmaður ritaði loka­rit­gerð sína um Acer og áhrif þriðja orkupakk­ans í meist­ara­námi á sviði orku­rétt­ar, en hann kom fyr­ir ut­an­rík­is­mála­nefnd fyr­ir helgi. Er hann þeirr­ar skoðunar að ekk­ert í orkupakk­an­um auðveldi lagn­ingu sæ­strengs, „en það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem lög­menn eru ósam­mála,“ eins og Tóm­as kemst að orði.

Bend­ir Tóm­as á að umræðan hér snú­ist ekki um það hvort sæ­streng­ur sé endi­lega hag­kvæm­ur. „Það get­ur vel verið hið besta mál fyr­ir Ísland að tengj­ast þess­um raf­orku­markaði og frá­bært fyr­ir Íslend­inga að geta selt raf­orku á hærra verði.“

Ætlum við að halda raf­orkunni hér á landi sé þó mik­il­vægt að hafa í huga hvað felst í orkupakk­an­um, og þar gæti mót­sagn­ar hjá þeim sem vilja inn­leiða orkupakk­ann. Ekki verður jú bæði haldið og sleppt.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert