Óráðið veður tekur við

Hlýjast verður á vesturhluta landsins.
Hlýjast verður á vesturhluta landsins. mbl.is/Árni Sæberg

Afar erfitt er að ráða í veður­horf­ur fyr­ir næstu daga en nú þegar norðan­átt­in er að leggja upp laup­ana tek­ur við frem­ur óráðið veður, seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

„Lægðirn­ar virðast ekki ná að kom­ast með góðu móti inn á land svo að háar úr­komu­töl­ur verður lík­lega ekki að finna í vik­unni. Hit­inn hækk­ar hins veg­ar dá­lítið fyr­ir norðan og aust­an en í öðrum lands­hlut­um verður breyt­ing­in minni. Aust­lægu átt­irn­ar verða lík­lega al­geng­ast­ar og má þá gera ráð fyr­ir að hæstu hita­töl­urn­ar verði þá vest­an­lands.
Hins veg­ar eru mik­il stökk í spán­um á milli út­gáfa svo allt er opið seinni hluta vik­unn­ar,“ seg­ir á vef Veður­stofu Íslands.

Spá­in fyr­ir næstu daga

Norðlæg átt í dag, víða 5-13 m/​s, hvass­ast við aust­ur­strönd­ina. Skýjað fyr­ir norðan og aust­an og dá­lít­il væta um landið norðaust­an­vert, en ann­ars þurrt. Hiti 5 til 10 stig um landið norðan­vert, en 11 til 17 stig syðra yfir dag­inn. Kóln­ar tals­vert NA-lands í kvöld.
Aust­læg átt á morg­un, 5-15 m/​s, hvass­ast syðst. Rign­ing á köfl­um sunn­an til, en ann­ars lík­ur á stöku skúr­um. Hiti 7 til 11 stig um landið aust­an­vert, en ann­ars 12 til 17 stig.

Á þriðju­dag:
Suðaust­an 3-10 og bjartviðri en 8-13 og dá­lít­il rign­ing með suður­strönd­inni. Hiti 7 til 14 stig, hlýj­ast vest­an­lands. 

Á miðviku­dag:
Aust­an 3-10 og þurrt en 10-15 og rign­ing með suður­strönd­inni, einkum þó SA-til. Hiti 8 til 17 stig, hlýj­ast vest­an­lands. 

Á fimmtu­dag:
Hæg aust­læg átt. Væta með köfl­um um landið aust­an­vert en bjartviðri vest­an­lands. Hiti breyt­ist lítið. 

Á föstu­dag:
Norðlæg eða breyti­leg átt. Sums staðar dá­lít­il væta, einkum N-til. Hiti 8 til 17 stig, hlýj­ast sunn­an­lands. 

Á laug­ar­dag:
Útlit fyr­ir hæga aust­læga eða breyti­lega átt. Skýjað að mestu og sums staðar dá­lít­il væta. Hiti 9 til 14 stig. 

Á sunnu­dag:
Lík­ur á vax­andi suðaustanátt seint um dag­inn og rign­ingu und­ir kvöld. Þurrt N- og A-til. Hiti svipaður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert