Bæði Evrópska persónuverndarráðið og Evrópska persónuverndarstofnunin telja nauðsynlegt að farið sé yfir gildandi alþjóðasamninga Evrópusambandsins við Bandaríkin vegna skýjalöggjafar Bandaríkjanna.
Skýjalöggjöfin heimilar löggæsluyfirvöldum í Bandaríkjunum að krefjast afhendingar á gögnum þjónustuaðila sem staðsettir eru í Bandaríkjunum. Óvíst er hvaða afleiðingar skýjalöggjöfin hefur á Ísland en fjölmargir Íslendingar nýta sér bandaríska þjónustuaðila sem geyma gögn í svokölluðum „skýjum“ á netinu.
Í umfjöllun um mál þetta í Morgnnblaðinu í dag segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, ólíklegt að bandarísk löggæsluyfirvöld geti nýtt skýjalöggjöfina til að nálgast íslensk gögn án heimildar en gefur sér að einhvers konar samkomulag sé í gildi við bandarísk stjórnvöld sem veiti slíka heimild.