Segir ekki nóg að grípa til skattaaðgerða

Ríkisútvarpið við Efstaleiti.
Ríkisútvarpið við Efstaleiti. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Páll Magnússon, formaður allsherjar- og menntamála- nefndar, segist vona og treysta því að hægt verði að grípa til aðgerða sem bæti rekstrarstöðu einkarekinna fjölmiðla á Íslandi.

Telur hann ekki nóg að grípa til skattalegra aðgerða eins og menntamálaráðherra leggur til, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinnu í dag.

„Það verður jafnframt að fylgja því að fyrirferð Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði verði takmörkuð,“ segir Páll, sem lítur svo á að RÚV hafi fengið talsverða hækkun rauntekna af útvarpsgjaldi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert