„Vitni að dapurlegri stund“

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hlustar á Mary Robinson, fv. forseta Írlands, …
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hlustar á Mary Robinson, fv. forseta Írlands, sem flutti ávarp við Ok í gær. Milli þeirra er Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, sem hefur verið framarlega í hópi ungs fólks sem krefst aðgerða í loftslagsmálum. Oddur Sigurðsson jöklafræðingur lengst til hægri. mbl.is/Sigurður Bogi

„Í gær urðum við vitni að dapurlegri stund í sögunni þegar við klifruðum upp á það sem áður var jökullinn Ok, til að setja þar upp skilti til að minnast eyðingar hans,“ segir í upphafi aðsendrar greinar eftir Mary Robinson, fyrrverandi forseta Írlands, og Ólaf Elíasson listamann, sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Voru þau í gær bæði viðstödd formlega kveðjuathöfn á jöklinum Ok.

Árið 1945 var Ok einungis sjö ferkílómetrar, að því er fram kemur í frétt Morgunblaðsins frá október árið 1960 sem fjallar um hraða eyðingu jökla á Íslandi. Svo hefur jökullinn stækkað duglega því árið 1956 var hann orðinn 34 ferkílómetrar, ef marka má tölur úr lokaritgerð frá jarðvísindadeild Háskóla Íslands.

Frá 1985 hefur Ok farið minnkandi. Hann missti sess sinn sem jökull árið 2014 þegar hann var úrskurðaður „hreyfingarlaus dauðís“ af jarðfræðingnum Oddi Sigurðssyni, að því er segir í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Hvetja stjórnvöld

Í áðurnefndri grein hvetja Robinson og Ólafur stjórnvöld til að grípa til aðgerða vegna loftslagsbreytinga. „Fyrir hönd núverandi kynslóða, kynslóðanna sem eftir koma og þeirra jökla sem eftir lifa í heiminum,“ segja þau í greininni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert