444 hælisumsóknir borist á þessu ári

Hælisleitendur mótmæla á Austurvelli.
Hælisleitendur mótmæla á Austurvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tímabilið janúar til júlí 2019 voru umsóknir um hæli hér á landi alls 444 og eru umsækjendur af um 60 þjóðernum. Er fjöldi umsókna nokkuð meiri nú en á sama tímabili í fyrra þegar 370 hælisumsóknir bárust.

Fjölmennastir eru umsækjendur frá Írak (74), Venesúela (46) og Afganistan (36), en hlutfall umsókna frá svokölluðum öruggum upprunaríkjum er nú nokkuð lægra en á síðasta ári. Í umfjöllun um mál þessi í Morgunblaðinu í dag segir Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar, það nýlundu að svo margir sæki um hæli frá Venesúela.

„Ef frá eru taldir þeir sem koma frá öruggum upprunaríkjum hefur fólk frá Írak alltaf verið fjölmennasti hópurinn. Nú er fólk frá Venesúela aftur á móti mjög fjölmennur hópur, mun fjölmennari nú en undanfarin ár, og skýrist það eflaust af stjórnmálaástandinu þar í landi,“ segir Þórhildur Ósk og bætir við að það sem af sé þessu ári hafi 41 einstaklingur frá Venesúela fengið viðbótarvernd hér á landi og sé það næstum helmingur allra viðbótarverndartilfella á árinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert