„Bergið greinilega óstöðugt“

Lögreglumaður mun vera í Reynisfjöru í dag vegna lokunar austasta …
Lögreglumaður mun vera í Reynisfjöru í dag vegna lokunar austasta hluta hennar. mbl.is/Jónas Erlendsson

„Við erum bara búin að loka aust­asta hluta Reyn­is­fjöru eins og hægt er með lög­reglu­borða. Fólk virðist – alla vega enn sem komið er – virða það,“ seg­ir Sig­urður Sig­ur­björns­son, varðstjóri lög­regl­unn­ar á Suður­landi, í sam­tali við mbl.is. Hann er nú í Reyn­is­fjöru þar sem  skriða féll úr Reyn­is­fjalli í nótt.

„Ég reikna nú með að það verði lög­reglumaður hérna í dag og svo tök­um við stöðuna í lok dags. Við eig­um von á því að það komi sér­fræðing­ur frá Veður­stof­unni til þess að meta aðstæður,“ svar­ar Sig­urður spurður um fram­kvæmd lok­un­ar­inn­ar. Hann seg­ir farið að rigna og því erfiðara að nýta dróna til þess að skoða aðstæður bet­ur.

Þá hafi það verið heppni að skriðan hafi fallið í nótt en ekki á sama tíma og gerðist í gær þegar varð slys, en þá höfuðkúpu­brotnaði maður, að sögn varðstjór­ans. „Þetta er á ná­kvæm­lega sama stað og var hóp­ur fólks í gær.“

Fram hef­ur komið í sam­tali mbl.is við íbúa í grennd fjör­unn­ar að stöðugt falli grjót úr Reyn­is­fjalli. Sig­urður svar­ar því ekki af­drátt­ar­laust hvort þurfi að koma á var­an­legri lok­un. „Það þyrfti þá að taka ein­hverja sér­staka ákvörðun um það í fram­hald­inu. Greini­lega virðist bergið vera nokkuð óstöðugt á þess­um stað.“

mbl.is/​Jón­as Er­lends­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert