Hlýrra loftslag ógnar framtíð jökla

Fremst er Ok, sem var jökull en er það ekki …
Fremst er Ok, sem var jökull en er það ekki lengur. Í baksýn er horft til Þórisjökuls, sem gæti einnig horfið líkt og fleiri íslenskir jöklar ef loftslag heldur áfram að hlýna eins og spáð er. mbl.is/RAX

Lík­lega voru litl­ir sem eng­ir jökl­ar hér á landi snemma á yf­ir­stand­andi hlý­skeiði, fyr­ir um 5.000-8.000 árum. Svo uxu jökl­arn­ir fram þegar kólnaði og hafa verið mjög breyti­leg­ir að stærð síðan land byggðist, að sögn Tóm­as­ar Jó­hann­es­son­ar, fag­stjóra á sviði jökla­fræði hjá Veður­stofu Íslands.

Sem kunn­ugt er var jök­ull­inn Ok kvadd­ur form­lega um síðustu helgi. Odd­ur Sig­urðsson, jarðfræðing­ur sem fylgst hef­ur með ís­lensk­um jökl­um ára­tug­um sam­an, sagði í janú­ar 2014 í sam­tali við Morg­un­blaðið að Ok væri þá lík­lega úr sög­unni sem jök­ull.

Í um­fjöll­un um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Tóm­as að þegar landið var numið hefðu jökl­arn­ir verið miklu minni en þeir urðu síðar með kóln­andi lofts­lagi. Þeir hafa bæði hopað og stækkað í ald­anna rás í takti við ríkj­andi hita á hverj­um tíma.

Svo­nefnd jafn­væg­is­lína er neðri mörk þess svæðis þar sem snjór sit­ur eft­ir að hausti. Neðan við hana bráðnar yf­ir­leitt all­ur snjór að sumri. Lín­an ligg­ur nú á 1.100 til 1.400 m y.s. bili á jökl­um í grennd­inni við Ok í flest­um árum og er því rétt um efsta punkt Oks sem er um 1.200 metr­ar að hæð. Ei­ríks­jök­ull nær hins veg­ar upp í 1.675 metra hæð, Snæ­fells­jök­ull í 1.446 metra, Lang­jök­ull í um 1.400 metra og Þóris­jök­ull í um 1.330 metra hæð.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert