Engin ógn hefur skapast af völdum geislavirkra efna hér á landi á undanförnum árum.
Viðbúnaður er fyrir hendi sem tekur mið af kröfum, leiðbeiningum og viðmiðunum Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar, að því er kemur fram í umfjöllun um þessi efni í Morgublaðinu í dag.
Þótt hér séu hvorki kjarnorkuver né kjarnorkuvopn eru geislavirk efni notuð hér og eru þau meðhöndluð af ýtrustu gát samkvæmt skýrslu Geislavarna ríkisins.