„Gott að vera með þýska skipuleggjendur“

„Gott að vera með þýska skipuleggjendur!“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar hún, Angela Merkel og norrænu forsætisráðherrarnir gengu út eftir hádegisverð í Viðeyjarstofu til að halda blaðamannafund fyrir blaðamenn frá öllum heimshornum.

Angela Merkel byrjaði blaðamannafundinn á að þakka fyrir boðið á þennan fund og ítreka það sem Katrín tók reyndar einnig fram, að hún horfði bjartsýn fram á veginn um að hægt væri að koma á sameiginlegum vettvangi Norðurlanda og Þýskalands um samstarf á sviðum sjálfbærni í umhverfismálum og jafnréttismálum.

Í myndbandinu í fréttinni má sjá leiðtogana fara yfir í fjölmiðlatjaldið sem var fyrir aftan Viðeyjarstofu.

Viðeyjarfundur Norrænu ráðherranefndarinnar og Merkel fór fram áðan.
Viðeyjarfundur Norrænu ráðherranefndarinnar og Merkel fór fram áðan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Merkel sagðist finnast gaman að vera mætt á þennan fund. „Mér finnst gaman að sjá að hér mætumst við í samstarfi, alveg sama hver er í ESB og hver ekki.“

Löfven tók seinastur til máls og sagði: „Sem sá síðasti sem tekur til máls, fæ ég auðvitað bara þrjátíu mínútur til að tala.“ Hann uppskar hlátur, enda allir viðstaddir meðvitaðir um þá miklu tímaþröng sem þessir stjórnmálamenn virðast vera í allan liðlangan daginn.

Svo hófust spurningar og svör, ein frá hverju landi og var flestum spurningunum að vonum beint til Angelu Merkel. 

Ráðherrarnir og Merkel áður en blaðamannafundurinn hófst.
Ráðherrarnir og Merkel áður en blaðamannafundurinn hófst. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert