Flugfreyjufélag Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara vegna Icelandair í dag. „Þetta var stuttur fundur og ákveðið að boða til vinnufundar síðar í vikunni og formlegs fundar innan tilskilins frests aftur að tveimur vikum liðnum,“ segir Berglind Hafsteinsdóttir, formaður FFÍ.
Flugfreyjufélagið vísaði deilunni til ríkissáttasemjara í apríl, en kjarasamningar losnuðu 1. janúar.
„Það er ágætis gangur í viðræðum en ekki þannig að það sé farið að sjá fyrir endann á þessu,“ segir Berglind, en gefur ekki upp hvað það er sem standi eftir.