Ók upp á fólksbíl á Granda

Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun.
Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sérkennilegt umferðaróhapp varð á Grandagarði í morgun þegar kona ók bíl sínum upp á annan fólksbíl. 

Tvær konur voru í bílnum, asískir ferðamenn, og samkvæmt heimildum mbl.is höfðu þær nýverið tekið bílinn á leigu. Vörubíll var að koma úr gagnstæðri átt þegar óhappið átti sér stað og svo virðist sem ökumaðurinn hafi ætlað að víkja fyrir vörubílnum. Skömmu síðar gefur ökumaðurinn í með þeim afleiðingum að bíllinn hafnar hálfur uppi á öðrum bíl sem var kyrrstæður. Sá bíll hafnaði svo á næsta bíl fyrir aftan. Þrír bílar eru því skemmdir eftir óhappið. 

Bíllinn sem bílaleigubíllinn hafnaði uppi á er í eigu starfsmanns Kaffivagnsins sem var að ganga frá tryggingamálum þegar blaðamaður náði tali af öðrum starfsmanni veitingastaðarins.

Lögreglan var kölluð á vettvang en ekki hafa fengist upplýsingar hjá henni vegna óhappsins. Starfsmenn frá árekstur.is voru einnig kallaðir til og tóku þeir skýrslu af ferðamönnunum.   

Lögreglan var kölluð á vettvang eftir að ökumaður bílaleigubíls ók …
Lögreglan var kölluð á vettvang eftir að ökumaður bílaleigubíls ók á kyrrstæðan bíl við Grandagarð. mbl.is/Kristinn Magnússon
Ferðamennirnir voru nýbúnir að sækja bílaleigubílinn á bílaleiguna þegar atvikið …
Ferðamennirnir voru nýbúnir að sækja bílaleigubílinn á bílaleiguna þegar atvikið átti sér stað. mbl.is/Kristinn Magnússon
Bíllinn hafnaði hálfur uppi á bíl sem var kyrrstæður. Sá …
Bíllinn hafnaði hálfur uppi á bíl sem var kyrrstæður. Sá bíll hafnaði svo á næsta bíl fyrir aftan. Þrír bílar eru því skemmdir eftir óhappið. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert