Keppa í nákvæmnisakstri

Sigurvegararnir í eRally 2018.
Sigurvegararnir í eRally 2018. Ljósmynd/ON

Kvart­mílu­klúbbur­inn held­ur svo­kallað eRally á föstu­dag og laug­ar­dag.

Um er að ræða eina um­ferð í alþjóðlegri mótaröð FIA, alþjóðlega akst­urs­sam­bands­ins, und­ir heit­inu Electric and New Energy Champ­i­ons­hip, þ.e. öku­tækja sem eru knú­in vist­væn­um orku­gjöf­um. Er þetta í þriðja skipti sem þessi alþjóðlega mótaröð er hald­in og í annað skipti þar sem hluti henn­ar fer fram hér á landi, sam­kvæmt til­kynn­ingu.

Í eRally FIA er keppt í ná­kvæmn­isakstri en ekki hraðakstri. Keppt er á óbreytt­um raf­magns­bíl­um með regl­um sem notaðar eru í ná­kvæmn­isakstri (e. reg­ula­rity rally) þar sem ávallt er ekið inn­an lög­legs há­marks­hraða. Keppn­in geng­ur út á að aka fyr­ir­fram ákveðnar leiðir á ákveðnum hraða sam­kvæmt leiðar­bók.

Á nokkr­um stöðum á hverri leið eru mæl­istaðir þar sem bíll­inn þarf að vera stadd­ur á réttri sek­úndu eða fá refsistig ella. Þá tvo daga sem keppn­in stend­ur yfir aka kepp­end­ur sex mis­mun­andi leiðir á al­menn­um opn­um veg­um í hefðbund­inni um­ferð, að mestu á mal­biki en einnig eru ekn­ir nokkr­ir mal­ar­veg­ir.

Í tengsl­um við keppn­ina verður hald­inn op­inn fag­fund­ur í höfuðstöðvum ON, sem er helsti styrkt­araðili keppn­inn­ar, í fyrra­málið klukk­an 9.

eRally-hlöður ON 2018.
eRally-hlöður ON 2018. Ljós­mynd/​ON
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert