Guðrún Erlingsdóttir
„Við höfum ekki heildarmyndina en kröfurnar hlaupa á tugum milljóna. Hæstu kröfurnar gætu hugsanlega verið á bilinu ein til fjórar milljónir króna.“
Þetta segir Helena Þ. Karlsdóttir, forstöðumaður stjórnsýslu- og umhverfissviðs Ferðamálastofu, í Morgunblaðinu í dag um stöðuna vegna rekstrarstöðvunar Gamanferða (Gaman ehf.) í kjölfar gjaldþrots WOW air.
Helena segir allar tölur gefnar upp með fyrirvara, þar sem enn sé verið að fara yfir gögn og kröfur. Í einhverjum tilfellum hafi verið sendar inn fleiri en ein krafa vegna sömu ferðar og í öðrum vanti enn gögn. 1.038 kröfur höfðu borist í tryggingafé Gamanferða þegar kröfufrestur rann út 20. júní. Að sögn Helenu bárust þrjár kröfur eftir að kröfufresti lauk en þær voru ekki teknar gildar.
Að sögn Þórs Bærings Ólafssonar eru 186 milljónir króna í tryggingasjóði Gamanferða.