Þriðja skriðan á 10 árum

Ekki er vitað hvað kom skriðunni af stað en þekkt …
Ekki er vitað hvað kom skriðunni af stað en þekkt er að skriður falli úr Reynisfjalli. Mbl.is/Jónas Erlendsson

Áætlað rúm­mál skriðunn­ar sem féll í Reyn­is­fjöru í gær­morg­un er 25.000 rúm­metr­ar, en skriðan er sú þriðja sem fell­ur í fjör­una á 10 árum. 

Þetta kem­ur fram á vef Veður­stof­unn­ar, en þar seg­ir að grjót­hrun úr Reyn­is­fjalli dag­inn áður hafi greini­lega verið und­an­fari stærri skriðu og að mik­il mildi hafi verið að eng­inn hafi verið á staðnum þegar hún féll, en lög­regl­an hafði lokað svæðinu í kjöl­far þess að maður höfuðkúpu­brotnaði og ung stúlka slasaðist á fæti í grjót­hrun­inu.

Mæl­ing­ar á vett­vangi benda til þess að meg­inþorri efn­is­ins hafi komið úr mó­bergi í 60 til 100 metra hæð, en breidd skriðunn­ar var um 100 metr­ar og hljóp hún 50 metra frá rót­um fjalls­ins út í sjó.

Ekki er vitað hvað kom skriðunni af stað en þekkt er að skriður falli úr Reyn­is­fjalli, sér­stak­lega í aust­ur­hluta fjalls­ins. Minna er um um­merki um skriður og grjót­hrun í suður­hlíð fjalls­ins við Reyn­is­fjöru, en þar er út­hafs­ald­an mjög öfl­ug og hreins­ar hratt um­merki um hrun.

Árið 2005 féll all­stór skriða í Reyn­is­fjöru, vest­an við þá sem féll í gær. Þá varð hrun úr þaki Hálsa­nefs­hell­is árið 2012/​13, en eng­um varð meint af. Á síðustu 10 árum hafa skriðuföll átt sér stað þris­var sinn­um sem geta ógnað ferðamönn­um. Einnig falla stakstein­ar sem valdið geta slys­um  úr hlíðinni með reglu­legu milli­bili.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert