Þeir sem vita gefi sig fram

Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns og Erlu.
Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns og Erlu. mbl.is/Hari

„Ég hvet þá sem enn eru á lífi og vita hvað gerðist í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu að stíga fram og útskýra hvað gerðist. Fyrr lýkur þessum málum ekki.“

Þetta segir Ragnar Aðalsteinsson, lögmaður Guðjóns Skarphéðinssonar, eins þeirra sakborninga í málinu sem sýknaðir voru í Hæstarétti í fyrra.

Ragnar segir að krafa Guðjóns sé byggð á fordæmi í skyldu máli frá 1983 þegar svokallaðir klúbbsmenn fóru í skaðabótamál en þeir sátu í gæsluvarðhaldi í samtals 105 daga. Ragnar segir að hann hafi framreiknað með verðlagsvísitölu sambærilegar bætur og greiddar voru í því máli fyrir hvern dag í máli Guðjóns. 

Ragnar vinnur nú að undirbúningi á stefnu Erlu Bolladóttur, gagnvart íslenska ríkinu til ógildingar á synjun enduruppökunefndar á því að taka máli hennar upp að nýju.

„Fyrst þarf að ógilda það áður en Erla getur krafist skaðabóta vegna 230 daga gæsluvarðhalds árið 1976. Gæsluvarðhalds sem hún hefur aldrei fengið að vita af hverju var,“ segir Ragnar sem telur að Erla muni að öllum líkindum gera bótakröfu vegna þess gæsluvarðhaldsins.

Verði sú krafa gerð, verði hún reiknuð út á sambærilega hátt og í máli Guðjóns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert