1.000 bombur á 7 mínútum

Undanfarna viku hefur hópur sjálfboðaliða undirbúið flugeldasýninguna sem verður annað kvöld á Menningarnótt. Þá munu um 1.000 bombur springa á 7 mínútum en Hjálparsveit skáta í Reykjavík sér um sýninguna sem fyrr og er hún hönnuð að öllu leyti af meðlimum sveitarinnar. mbl.is kíkti á undirbúninginn.

Kjartan Óli Valsson er skotstjóri Hjálparsveitar Skáta í Reykjavík og hefur komið að sýningunni undanfarin átta ár. Við fengum hann segja okkur frá umstanginu sem fylgir en sýningin er mikilvægur hluti af fjáröflun hjálparsveitarinnar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert