Austasti hluti Reynisfjöru áfram lokaður

Reynisfjara hefur verið lokuð síðan á þriðjudag þegar stór skriða …
Reynisfjara hefur verið lokuð síðan á þriðjudag þegar stór skriða féll í fjöruna úr Reyn­is­fjalli. mbl.is/Hallur Már

Aust­asti hluti Reyn­is­fjöru verður áfram lokaður þar sem enn er hætta á berg­hruni úr suður­hlíð Reyn­is­fjalls. Þetta var ákveðið á fundi full­trúa frá lög­regl­unni á Suður­landi, rekstr­araðilum í Svörtu-Fjöru, hluta land­eig­enda í Reyn­is­fjöru, sveit­ar­stjóra Mýr­dals­hrepps og full­trú­um Veður­stof­unn­ar og Vega­gerðar­inn­ar.

Fjar­an hef­ur verið lokuð síðan á þriðju­dag þegar stór skriða féll í Reyn­is­fjöru úr Reyn­is­fjalli. 

Svæðið verður áfram vaktað og lok­un­ar­borðum komið upp, en lög­regl­an hef­ur þurft að setja upp nýja borða dag­lega þar sem sjór­inn eyðilegg­ur hluta borðanna á næt­urna. Þá verður farið í vinnu við upp­færslu og sam­ræm­ingu aðvör­un­ar­skilta sem standa við göngu­stíg­inn sem ligg­ur niður í fjör­una. 

Sam­kvæmt gögn­um frá Veður­stofu Íslands er enn þá hætta á berg­hruni úr suður­hlið Reyn­is­fjalls. 

Fyr­ir fund­inn var von­ast til að tek­in yrði ákvörðun um end­an­lega ráðstöf­un um merk­ingu svæðis­ins. Það gekk ekki eft­ir en unnið verður að út­færslu á frek­ari lausn á lok­un á þessum hluta fjör­unn­ar, að því er fram kem­ur í til­kynn­ingu á Face­book-síðu lög­regl­unn­ar á Suður­landi. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert