Eldislax hefur ekki veiðist í laxveiðiám í sumar og ekki sést við myndaeftirlit. Er það mikil breyting frá síðasta ári þegar staðfest var að tólf eldislaxar hefðu veiðist í laxveiðiám.
Þess ber þó að geta að eldislax gæti átt eftir að ganga í ár í haust, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.
Ekki hafa orðið stór áföll í sjókvíaeldinu í ár og ekki er talið líklegt að lax hafi strokið í þeim tveimur tilvikum sem göt hafa fundist á netpokum.