Enn brunalykt á skólasetningu

Seljaskóli leit ekki vel út rétt eftir brunann sem þar …
Seljaskóli leit ekki vel út rétt eftir brunann sem þar varð í mars. mbl.is/Ómar Óskarsson

Nemendur í 2. og 3. bekk hefja nýtt skólaár við Seljaskóla einum degi síðar en samnemendur þeirra sökum þess að enn var brunalykt af húsgögnum í tveimur kennslustofum árganganna.

Kennsla átti að hefjast eftir skólasetningu í gær en daginn áður fengu foreldrar nemenda í 2. og 3. bekk tölvupóst þess efnis að nemendur færu heim eftir skólasetningu og kennsla hæfist daginn eftir, í dag.

Daginn fyrir skólasetningu kom í ljós að skipta þurfti út húsgögnum í einni skólastofu vegna reyklyktar og annarra eftirstöðva brunans sem varð í skólanum í mars síðastliðnum.

Í Morgunblaðinu í dag segir Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, að ástand skólastofanna hafi komið flatt upp á starfsmenn á miðvikudagsmorgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert