Opnað á sameiningu

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ef þetta þýðir betri kjör til lang­frama mynd­um við ekki setja okk­ur upp á móti því,“ seg­ir Breki Karls­son, formaður Neyt­enda­sam­tak­anna. Vís­ar hann í máli sínu til hugs­an­legr­ar sam­ein­ing­ar tveggja af stóru viðskipta­bönk­un­um þrem­ur.

Eins og Morg­un­blaðið greindi frá í síðasta mánuði hafa stjórn­ar­menn Ari­on banka og Íslands­banka ekki úti­lokað sam­ein­ingu. Þá sagði Brynj­ólf­ur Bjarna­son, stjórn­ar­formaður Ari­on banka, að með sam­ein­ingu væri jafn­framt hægt að spara háar fjár­hæðir.

Breki seg­ir að erfitt sé að segja til um málið að svo stöddu enda sé fyrst og fremst mik­il­vægt að sam­keppni ríki á markaði. „Þetta er ekki al­veg klippt og skorið auk þess sem það er mik­il­vægt að hafa ekki hags­muni til skamms tíma að leiðarljósi. Það kæmi til kasta sam­keppn­is­yf­ir­valda að búa þannig um hnút­ana að það ríki áfram sam­keppni,“ seg­ir Breki.

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Íslands­banka, tjáði sig um sam­ein­ing­ar­mál í Bít­inu á Bylgj­unni í gær­morg­un. Þar sagði hún að sparnaður með sam­ein­ingu myndi draga úr helm­ingi kostnaðar ann­ars bank­ans hið minnsta, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert