Opnað á sameiningu

Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ef þetta þýðir betri kjör til langframa myndum við ekki setja okkur upp á móti því,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Vísar hann í máli sínu til hugsanlegrar sameiningar tveggja af stóru viðskiptabönkunum þremur.

Eins og Morgunblaðið greindi frá í síðasta mánuði hafa stjórnarmenn Arion banka og Íslandsbanka ekki útilokað sameiningu. Þá sagði Brynjólfur Bjarnason, stjórnarformaður Arion banka, að með sameiningu væri jafnframt hægt að spara háar fjárhæðir.

Breki segir að erfitt sé að segja til um málið að svo stöddu enda sé fyrst og fremst mikilvægt að samkeppni ríki á markaði. „Þetta er ekki alveg klippt og skorið auk þess sem það er mikilvægt að hafa ekki hagsmuni til skamms tíma að leiðarljósi. Það kæmi til kasta samkeppnisyfirvalda að búa þannig um hnútana að það ríki áfram samkeppni,“ segir Breki.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, tjáði sig um sameiningarmál í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun. Þar sagði hún að sparnaður með sameiningu myndi draga úr helmingi kostnaðar annars bankans hið minnsta, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert