Fjármagn í fangelsin

Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni …
Karlmaður á fimmtugsaldri fannst látinn í klefa sínum á Litla-Hrauni í vikunni. mbl.is/Ómar Óskarsson

Skort­ur á meðferðarúr­ræðum og heil­brigðisþjón­ustu fyr­ir fanga sem eru langt leidd­ir af fíkni­sjúk­dóm­um er „al­var­legt mál og aðkallandi“, að sögn Páls Win­kel fang­els­is­mála­stjóra.

„Við þurf­um að draga úr fram­boði með auknu eft­ir­liti inn­an fang­els­anna en ekki síður að bjóða upp á full­komna meðferð fyr­ir þá fjöl­mörgu skjól­stæðinga Fang­els­is­mála­stofn­un­ar sem á slíkri heil­brigðisþjón­ustu þurfa að halda,“ seg­ir Páll í sam­tali um þessi mál í Morg­un­blaðinu í dag. Hann bæt­ir við að stjórn­völd geri sér grein fyr­ir stöðunni og að unnið sé í mál­un­um.

„Það ligg­ur einnig fyr­ir að aukið eft­ir­lit og meira meðferðarstarf kost­ar fjár­magn sem ekki er til staðar í fang­elsis­kerf­inu,“ seg­ir Páll enn­frem­ur. Karl­maður á fimm­tugs­aldri fannst lát­inn við opn­un klefa á fimmtu­dags­morg­un. Að sögn lög­regl­unn­ar á Suður­landi er and­látið ekki talið hafa borið að með sak­næm­um hætti.

Tveir fang­ar hafa nú látið lífið á Litla-Hrauni það sem af er ári en ann­ar maður tók eigið líf fyrr á ár­inu. Páll seg­ir að Fang­els­is­mála­stofn­un muni halda áfram að gera allt sem í henn­ar valdi stend­ur­til að berj­ast gegn sjálfs­víg­um en allt kerfið þurfi að vinna sam­an í þessu. „Þegar átak er unnið í sam­fé­lag­inu til þess að fækka sjálfs­víg­um í hinu frjálsa sam­fé­lagi þarf slíkt einnig að ná inn í fang­els­in,“ seg­ir Páll Win­kel.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert