Geta valið bestu markaði fyrir kjötið

Ágúst Andrésson á milli feðganna Felix Lurbe og Felix Lurbe.
Ágúst Andrésson á milli feðganna Felix Lurbe og Felix Lurbe.

Mikil og vaxandi eftirspurn er eftir lambakjöti í Evrópu, að sögn Ágústs Andréssonar, forstöðumanns kjötafurðastöðvar KS. Skapar það tækifæri fyrir kjötútflytjendur að velja sér betri markaði en áður.

Ástæðan fyrir meiri eftirspurn í Evrópu er aukin sala stóru framleiðslulandanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu, til Kína og minni áhersla á Evrópumarkað. Ágúst segir að þetta birtist meðal annars í því að lambakjötsframleiðendur hér hafi nú í haust verið að fá heimsóknir frá evrópskum dreifingarfyrirtækjum sem ekki hafi áður keypt kjöt héðan.

Það jafnvægi sem nú er komið á framboð og eftirspurn eftir lambakjöti skapar tækifæri fyrir útflytjendur. „Mikilvægt er fyrir okkur að velja góða og vel borgandi markaði og hlúa vel að þeim,“ segir Ágúst. Auðvelt verður að selja það kjöt sem síðustu ár hefur verið flutt ferskt í sláturtíð til Bandaríkjanna en Whole Foods-verslanakeðjan hætti þessum viðskiptum í ár. Á móti kemur að minna svigrúm er til útflutnings vegna aukinnar sölu á innanlandsmarkaði, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert