Miðborgin ein allsherjargöngugata

Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga í bæinn, hjóla …
Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga í bæinn, hjóla eða nýta sér fríar ferðir með Strætó. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Á Menningarnótt er miðborg Reykjavíkur breytt í eina allsherjargöngugötu og lokað fyrir almenna bílaumferð frá Snorrabraut að Ægisgötu klukkan sjö í morgun. Opnað verður aftur fyrir almenna umferð klukkan eitt í nótt.

Gestir Menningarnætur eru hvattir til að ganga í bæinn, hjóla eða nýta sér fríar ferðir með Strætó, en þeir sem kjósa að koma á eigin bíl er bent á bílastæði við Laugardalsvöll og í Borgartúni, en þaðan ganga strætóskutlur að Hallgrímskirkju, með viðkomu á Hlemmi.

Kort af götulokunum í miðborg Reykjavíkur vegna Menningarnætur.
Kort af götulokunum í miðborg Reykjavíkur vegna Menningarnætur. Kort/Reykjavíkurborg

Þá eru hinar ýmsu götur lokaðar vegna Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka, en nánari upplýsingar má finna um þær hér.

Starfsfólk símavers Reykjavíkurborgar veitir gestum Menningarnætur gagnlegar upplýsingar af ýmsum toga í síma 411-1111 og er opið á milli kl. 08:30 og 23:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert