Sérsveit Ríkislögreglustjóra sinnti 416 sérsveitarverkefnum í fyrra og báru sérsveitarmenn skotvopn í 230 tilfellum.
Af yfirliti yfir verkefnaflokka sérsveitarinnar sést að hún brást við 200 vopnatilkynningum í fyrra, en verkefni vegna öryggisgæslu voru 53 talsins, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þessi í Morgublaðinu í dag.
Er þetta meðal þess sem fram kemur í ársskýrslu RLS fyrir árið 2018, sem birt var í gær. Þá vann greiningardeild RLS einnig að fjölda verkefna, eða alls tæplega 1.300 málum. Vann hún m.a. áhættugreiningar vegna loftrýmisgæslu á vegum NATO.