Ályktun Íslands braut ísinn

Justine Balene, íbúi á Filippseyjum og formaður ungliðahreyfingarinnar Akbayan Youth, …
Justine Balene, íbúi á Filippseyjum og formaður ungliðahreyfingarinnar Akbayan Youth, fagnar ályktun Ísland í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Hún sendi stjórnvöldum þau skilaboð að umheimurinn fylgist með og standi ekki á sama um drápin á Filippseyjum. Ljósmynd/Aðsend

„Ástandið er því miður enn mjög slæmt. Dráp stjórn­valda halda áfram og hug­mynda­smiður stríðsins er nú orðinn þingmaður.“ Þetta seg­ir Just­ine Balene, íbúi á Fil­ipps­eyj­um, aðspurður um áhrif yf­ir­lýs­ing­ar mann­rétt­indaráðs Sam­einuðu þjóðanna, sem samþykkt var í sum­ar að frum­kvæði Íslands, þess efn­is að rann­saka beri hið svo­kallað stríð gegn fíkni­efn­um sem fil­ipps­eysk stjórn­völd há.

Stríðið hef­ur staðið yfir frá ár­inu 2017, ári eft­ir að Rodrigo Duterte tók við embætti for­seta lands­ins. Í kosn­inga­bar­átt­unni gerði hann fíkni­efna­sala og -neyt­end­ur að sínu helsta skot­marki og lofaði lands­mönn­um gulli og græn­um skóg­um ef tak­ast mætti að út­rýma þess­um hóp­um.

„Við erum í raun enn eitt fórn­ar­lamb bylgju ein­ræðistil­b­urða [e. aut­ho­rit­ari­an­ism] þar sem vald­haf­ar velja út sér­stak­an hóp, skrímslavæða hann og gera ábyrg­an fyr­ir öll­um vanda­mál­um þegn­anna,“ seg­ir Just­ine. Í Banda­ríkj­un­um veit­ist Trump að inn­flytj­end­um, en þeim sé ekki fyr­ir að fara í sama mæli á Fil­ipps­eyj­um.

Rodrigo Duerte, forseti Filippseyja, hefur meðal annars líkt sjálfum sér …
Rodrigo Du­erte, for­seti Fil­ipps­eyja, hef­ur meðal ann­ars líkt sjálf­um sér við Hitler. „Hitler drap þrjár millj­ón­ir gyðinga. Nú eru þrjár millj­ón­ir eit­ur­lyfjafíkla á Fil­ipps­eyj­um,“ hef­ur hann látið hafa eft­ir sér. Hið rétta er að sex millj­ón­ir gyðinga létu lífið í hel­för­inni. AFP

Blóra­böggl­ar skot­mörk til að af­vega­leiða umræðuna 

Spurður hvað hann telji að vaki fyr­ir for­set­an­um seg­ist hann telja mark­miðið fyrst og fremst að þrengja að lýðræðinu og auka veg for­set­ans sjálfs og fylgd­ar­manna hans. Fíkni­efna­not­end­ur, hóp­ur sem stend­ur halloka í sam­fé­lag­inu, séu ein­fald­lega blóra­böggl­ar til að dreifa at­hygl­inni frá öðrum mál­um og rétt­læta þau skref sem tek­in séu í ein­ræðisátt.

Just­ine nefn­ir Mann­rétt­inda­skrif­stofu Fil­ipps­eyja sér­stak­lega. Hún hafi vogað sér að gagn­rýna aðgerðir for­set­ans og upp­skorið fjár­lög upp á um 20 dali á síðasta ári, smáaura sem ætlað er að lama starf­semi henn­ar.

Álykt­un Íslands er stórt skref, seg­ir Just­ine. Með því hafi alþjóðasam­fé­lagið sent út þau skila­boð að heim­ur­inn fylg­ist með fil­ipps­eysk­um stjórn­völd­um og þær fái ekki að kom­ast upp með hvað sem er.

Rík­is­stjórn Fil­ipps­eyja hef­ur enda farið hörðum orðum um álykt­un­ina og kallaði Duterte Íslend­inga „hálf­vita og hóru­syni“ sem borðuðu bara ís.

Sagðist hann í síðasta mánuði íhuga al­var­lega að slíta öll stjórn­mála­tengsl við Ísland, en ekk­ert hef­ur spurst af þeim vanga­velt­um síðan.

Þrengt að lýðræðinu

Álykt­un Íslands var að sögn Just­ines, fyrsta alþjóðlega aðgerðin vegna stríðsins, en meira en 30.000 manns hafa fallið í val­inn, einkum óbreytt­ir borg­ar­ar og virðist oft lítið fara fyr­ir eit­ur­lyfja­bar­átt­unni. „Hún braut ís­inn.“ Nú verði að sjá hvað kem­ur út úr rann­sókn­inni.

Fil­ipps­eyska þing­kon­an Leila de Lima lagði árið 2017 fram fyr­ir­spurn í þing­inu um mann­fall af völd­um stjórn­valda. Í kjöl­farið var hún tek­in hönd­um og hef­ur nú í tvö ár dúsað í fang­elsi án dóms og laga. De Lima var í fyrra sæmd mann­rétt­inda­verðlaun­um Sam­einuðu þjóðanna auk þess að hljóta frelsis­verðlaun Alþjóðlegu frjáls­lynd­is­sam­tak­anna.

Leila de Lima, þingkona Frjálslynda flokksins á filippseyska þinginu, hefur …
Leila de Lima, þing­kona Frjáls­lynda flokks­ins á fil­ipps­eyska þing­inu, hef­ur dúsað í fang­elsi í tvö ár vegna and­stöðu við stefnu for­set­ans. AFP

12 blaðamenn hið minnsta hafa verið myrt­ir í land­inu frá ár­inu 2017. Þá hef­ur rit­stjór­inn Maria Ressa, sem komið hef­ur upp um spill­ingu inn­an stjórn­kerf­is­ins, þurft að dúsa í fang­elsi um hríð. Hún geng­ur nú laus gegn trygg­ingu, en Just­ine seg­ir að þrýst­ing­ur alþjóðasam­fé­lags­ins skýri það.

Að hans sögn rek­ur for­set­inn þéttriðið net á sam­fé­lags­miðlum þar sem fölsk­um frétt­um um stöðu mála er dreift, and­stæðing­ar for­set­ans sagðir vinna fyr­ir er­lend­ar leyniþjón­ust­ur og þiggja mút­ur. Þannig hef­ur fölsk­um mynd­bönd­um af fyrr­nefndri þing­konu, Leilu de Lima, verið dreift á net­inu þar sem hún „viður­kenn­ir“ að vera eit­ur­lyfja­neyt­andi sem vinni með eit­ur­lyfja­söl­um.

Duterte for­seti hef­ur skipað marg­ar af klapp­stýr­um sín­um úr blogg­heim­um til æðstu met­orða inn­an fil­ipps­eysks stjórn­kerf­is án þess að þeir hafi reynslu eða þekk­ingu til að gegna embætt­un­um.

Mótmælendur söfnuðust saman í höfuðborginni Manila í síðasta mánuði til …
Mót­mæl­end­ur söfnuðust sam­an í höfuðborg­inni Manila í síðasta mánuði til að lýsa skoðun sinni á fram­ferði for­set­ans. AFP

„Ég trúi því að þessi til­raun [stjórn­valda] snú­ist í hönd­un­um á þeim,“ seg­ir Just­ine. Fil­ipps­ey­ing­ar styðji ekki morðin og marg­ir, einkum ungt fólk, taki nú þátt í aðgerðahóp­um sem vinna gegn for­set­an­um og hafa það að mark­miði að steypa hon­um af stóli í næstu kosn­ing­um, árið 2022.

Þar er við ramm­an reip að draga því banda­lag Duterte for­seta hef­ur sterk­an meiri­hluta í öld­unga­deild þings­ins, 20 af 24 sæt­um, en þó aðeins 53% sæta í neðri deild­inni. „Okk­ar verk er að fá ungt fólk til að skrá sig á kjör­skrá, upp­lýsa það um stöðu mála og hvernig það geti haft áhrif á sam­fé­lagið,“ seg­ir Just­ine, sem er formaður ungliðahreyf­ing­ar Ak­bay­an, jafnaðarmanna­flokks Fil­ipps­eyja, sem sit­ur í stjórn­ar­and­stöðu. Hreyf­ing­in birti í síðasta mánuði, ásamt Ung­um jafnaðarmönn­um á Íslandi, yf­ir­lýs­ingu þar sem álykt­un Íslands í mann­rétt­indaráðinu var fagnað.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert