Fá útköll hafa borist björgunarsveitunum í dag í tengslum við hvassviðrið sem nú er yfir Suður- og Suðvesturlandi. Verkefnin hafa hingað til verið minniháttar, meðal annars var tilkynnt um trampólín á ferð og flugi á Eyrarbakka.
„Það hefur verið gefin út gul veðurviðvörun […] en þetta hefur ekki valdið miklum vandræðum. Bara eitthvað smotterí,“ segir Guðbrandur Örn Arnarson, hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, í samtali við mbl.is.