„Svikalogn“ á vesturströndinni á morgun

Lægð mun halda áfram að ráða veðrinu í byrjun næstu …
Lægð mun halda áfram að ráða veðrinu í byrjun næstu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gul viðvör­un er í gildi á höfuðborg­ar­svæðinu, í Faxa­flóa, á Suður- og Suðaust­ur­landi og á miðhá­lend­inu síðdeg­is í dag þegar lægð, sem nú er stödd syðst á Græn­lands­hafi, geng­ur yfir landið.

Í hug­leiðing­um veður­fræðings seg­ir að lægðin sé að dýpka og fær­ist nær okk­ur og að í dag gangi í all­hvassa eða hvassa suðaustanátt á Suður- og Vest­ur­landi með tals­verðri eða jafn­vel mik­illi rign­ingu.

Laus­ir mun­ir geti fokið í þess­um vind­styrk, svo sem garðhús­gögn og trampólín, og því sé rétt að festa eða koma slík­um hlut­um í skjól.

Vara­samt að vera á ferðinni við fjöll

Vind­hviður við fjöll geta náð um eða yfir 30 m/​s, t.d. við Eyja­fjöll, á Kjal­ar­nesi og við Hafn­ar­fjall og get­ur verið vara­samt að vera þar á ferðinni, sér í lagi á öku­tækj­um sem viðkvæm eru fyr­ir vindi.

Á Norður- og Aust­ur­landi verður ágætt veður fram eft­ir degi, mun hæg­ari vind­ur og þurrt að kalla. Í kvöld jafn­ast vind­styrk­ur hins veg­ar úr og má þá bú­ast við strekk­ings­vindi víða um land. Mjög vætu­samt verður á öllu land­inu.

Um­rædd lægð mun halda áfram að ráða veðrinu í byrj­un næstu viku, en á mánu­dag er út­lit fyr­ir sunn­an­strekk­ing og all­hvass­an vind.

Svika­logn og hnúkaþeyr

Á land­inu norðvest­an­verðu og á vest­ur­strönd­inni verður hins veg­ar vænt­an­lega mun hæg­ari vind­ur, nokk­urs kon­ar „svika­logn“ inni í lægðarmiðjunni. 

Áfram rign­ir víða með þokka­leg­um hita eða 10 til 14 stig­um. Á norðaust­an­verðu land­inu á mánu­dag­inn er hins veg­ar út­lit fyr­ir þurrt og bjart veður og allt að 20 stiga hita í hnjúkaþey, hlýj­um vindi sem stend­ur af fjöll­um.

Veður­horf­ur á land­inu næstu daga:

Á mánu­dag:
Sunn­an 10-18 m/​s, en lengst af hæg­ari vind­ur norðvest­an til á land­inu. Víða rign­ing og hiti 10 til 14 stig, en þurrt og bjart um landið norðaust­an­vert með allt að 20 stiga hita. 

Á þriðju­dag:
Suðlæg átt með skúr­um á vest­ur­helm­ingi lands­ins. Rign­ing suðaust­an­lands, en bjart veður norðaust­an til. Hiti 8 til 17 stig, hlýj­ast norðaust­an­lands. 

Á miðviku­dag:
Breyti­leg átt og skúr­ir eða dá­lít­il rign­ing í flest­um lands­hlut­um. Hiti 8 til 14 stig. 

Á fimmtu­dag:
Norðaust­læg eða breyti­leg átt. Skýjað og lít­ils hátt­ar væta um landið norðan­vert, en skúr­ir sunn­an til. Hiti breyt­ist lítið. 

Á föstu­dag:
Norðaustanátt með dá­lít­illi rign­ingu, en þurrt sunn­an heiða. Hiti 6 til 15 stig, hlýj­ast á Suður­landi. 

Á laug­ar­dag:
Útlit fyr­ir vax­andi austanátt með rign­ingu, en þurrt norðan­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert