Hvalurinn virkar laslegur og ringlaður

Björgunarsveitarmenn hringsóla í kringum hvalinn.
Björgunarsveitarmenn hringsóla í kringum hvalinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Björgunarsveitarmenn reyna enn að koma hvalnum á haf út sem var í fjörunni á móts við Eiðstorg. Hvalurinn er núna nokkur hundruð metra frá fjörunni. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, segir að hvalurinn virðist vera áttavilltur og ringlaður. Um tíu björgunarsveitarmenn koma að verkefninu.

„Við höldum áfram þangað til ákvörðun verður tekin um annað. Við verðum eitthvað fram eftir,” segir hann.  

Að sögn Steinunnar Árnadóttur, garðyrkjustjóra Seltjarnarnesbæjar, hafa björgunarsveitarmenn hringsólað í kringum hvalinn á björgunarbát og reynt að stugga við honum en án árangurs. Virðist hann alltaf leita aftur að landi. Hún bætir við að hvalurinn virki frekar laslegur.

Í morgun sigldi maður á fiskibáti að hvalnum en hann gat ekki séð á sínum mælum að æti væri nálægt dýrinu. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert