Ný stoðdeild til starfa í Háaleitisskóla

Kennslustund í Háaleitisskóla.
Kennslustund í Háaleitisskóla. mbl.is/Rósa Braga

Í dag hefst af krafti skólastarf í nýrri stoðdeild Háaleitisskóla, Birtu, sem sérstaklega er sniðin að erlendum börnum sem sækjast eftir alþjóðlegri vernd hér á landi. Undanfarnar vikur hefur skólastarfið verið undirbúið, en deildin er talsvert ólík hefðbundnum bekkjum í grunnskóla.

Í deildinni er unnið að mati á námslegri stöðu nemenda og hlúð að félagslegum og sálrænum þáttum þeirra. Auk barna sem sótt hafa um alþjóðlega vernd er mögulegt að einnig verði í deildinni börn sem hafi að baki mjög rofna skólagöngu erlendis.

Sjö börn til að byrja með

Kostnaður Reykjavíkurborgar við deildina fyrir árið 2019 verður rúmlega fjórtán milljónir króna, en heildarkostnaður er rúmlega 24 milljónir króna og er framlag ríkisins 10 milljónir króna.

Fyrir liggur að sjö börn muni hefja nám við deildina til að byrja með, en fjöldi nemenda gæti þó orðið fljótandi yfir skólaárið að sögn Aðalheiðar Diego deildarstjóra í ljósi þess að um 70% umsókna hælisleitenda sé vísað frá. Ný börn gætu einnig hafið nám, að því er fram kemur í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinnu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka