Pappírslaus Landspítali í deiglunni

Hluti af starfsemi Landspítala mun flytja í Skaftahlíð 24.
Hluti af starfsemi Landspítala mun flytja í Skaftahlíð 24. mbl.is/Árni Sæberg

„Við reynum að takmarka notkun á pappír sem allra mest og erum nálægt því að útrýma honum. Við flutningana í Skaftahlíð 24 verður nánast ekki í boði að prenta út, en þangað munu tæplega 300 starfsmenn spítalans flytja.“

Þetta segir Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður forstjóra Landspítala, í Morgunblaðinu í dag. Hún segir að sums staðar verði ekki hjá því komist að nota pappír, s.s. þar sem undirskrifta er þörf, en það sé sem betur fer að breytast með rafrænum undirskriftum.

„Það er ekki tilbreytingarlaust að vinna hjá Landspítalanum og verkefnin eru misskemmtileg. Það verður enginn með fasta starfsaðstöðu í Skaftahlíðinni og spennandi að sjá hvar starfsmenn byrja daginn og hvar þeir enda,“ segir Anna Sigrún sem bendir einnig á að tekið sé mikið tillit til umhverfismála í starfsemi Landspítalans.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert