Sex ára dómnum áfrýjað

mbl.is/Kristinn Magnússon

Sex ára fang­els­is­dómi Héraðsdóms Suður­lands yfir Haf­steini Odds­syni fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás í Vest­manna­eyj­um í sept­em­ber 2016 hef­ur verið áfrýjað.

Þetta staðfest­ir Lúðvík Berg­vins­son, skipaður verj­andi Haf­steins, í sam­tali við mbl.is. Lúðvík seg­ir aðspurður að tek­in hafi verið ákvörðun um áfrýj­un strax í kjöl­far þess að dóm­ur­inn var kveðinn upp í lok júlí.

Haf­steinn var dæmd­ur fyr­ir að hafa ráðist á konu fyr­ir utan skemmti­staðinn Lund­ann í Vest­manna­eyj­um, sparkað í hana og kýlt hana. Þá af­klæddi hann hana enn frem­ur sam­kvæmt dómsorði. Dómn­um hef­ur sem fyrr seg­ir verið áfrýjað til Lands­rétt­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert