Skoska leiðin strax á næsta ári

Flugvöllurinn á Egilsstöðum.
Flugvöllurinn á Egilsstöðum. Ljósmynd/Sigurður Aðalsteinson

Bæj­ar­ráð Fljóts­dals­héraðs hvet­ur sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra til að sjá til þess að skoska leiðin svo­kallaða kom­ist til fram­kvæmda hér á landi strax í byrj­un næsta árs líkt og kveðið er á um í sam­göngu­áætlun sem var samþykkt á Alþingi í fe­brú­ar.

Fram kem­ur í til­lögu bæj­aráðs að Fljóts­dals­hérað og sam­tök sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi hafi ít­rekað lagt á það áherslu að skil­greina þurfi inn­an­lands­flug sem al­menn­ings­sam­göng­ur og að flug­far­gjöld verði þannig að íbú­ar úti á landi geti nýtt sér þjón­ust­una sem er í boði.

„Verðlagn­ing eins og hún er í dag er hins veg­ar þess eðlis að hún stend­ur eðli­legri nýt­ingu íbúa á þess­ari þjón­ustu fyr­ir þrif­um og þar með aðgengi þeirra að nauðsyn­legri grunn- og sér­fræðiþjón­ustu sem að mestu er staðsett á höfuðborg­ar­svæðinu og rýr­ir þar með lands­hlut­ann sem bú­setu­kost,” seg­ir í fund­ar­gerð, þar sem fram kem­ur að til­lag­an um að hvetja ráðherra vegna skosku leiðar­inn­ar hafi verið samþykkt sam­hljóða.

Mark­mið skosku leiðar­inn­ar er að auka aðgengi að flugþjón­ustu á viðráðan­legu verði frá jaðarbyggðum Skot­lands. Það er gert með því að ríkið greiði fyr­ir af­slátt sem nem­ur helm­ing farmiðans til þeirra sem búa á jaðarsvæðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert