Turnarnir senn settir upp

Herjólfur á leið úr Landeyjahöfn.
Herjólfur á leið úr Landeyjahöfn. mbl.is/Sigurður Bogi

Áformað er að rafhleðsluturnar fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf verði settir upp í Eyjum og Landeyjahöfn í næstu viku.

Skipið er í dag knúið dísilvélum sem þó hafa tvinnmöguleika, það er að rafmagn getur við ákveðnar aðstæður komið inn sem aflgjafi skipsins. Stefnan er þó sú að ferjan verði knúin rafmagninu einu í framtíðinni, segir í frétt á vef Vegagerðarinnar.

Rafturninn sem settur verður upp í Eyjum er kominn þangað en gripurinn sem fer í Landeyjarnar verður sendur austur í dag, sagði Greipur Gísli Sigurðsson, rafmagnsverkfræðingur hjá Vegagerðinni, í Morgunblaðinu í dag.

Þegar uppsetningu turnanna er lokið tekur við ýmis tæknivinna jafnframt því sem skipstjórarnir þurfa æfingu í að tengja skipið hleðslustaurunum. Allt ætti að verða tilbúið um mánaðamót október og nóvember.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert