Bílaröðin nær upp að Mosfellsbæ

Nú þegar sumarfríum er lokið og skólar eru byrjaðir að nýju tekur umferðin að þyngjast. Þetta sést glögglega á mesta álagstímanum á milli klukkan átta og níu á Vesturlandsveginum þegar íbúar Mosfellsbæjar, Grafarvogs, Grafarholts og Úlfarsárdals halda út í daginn. Bílaröðin nær þegar mest lætur inn í Mosfellsbæ.

mbl.is var á svæðinu í morgun og myndaði ástandið með dróna. 

Íbúum í Mosfellsbæ hefur fjölgað um 57% á undanförnum áratug og eru nú 11.500. Íbúar Grafarholts og Úlfarsárdals eru á áttunda þúsund. Samgöngumannvirki hafa lítið breyst meðfram þessari fjölgun og þeir sem sækja háskóla, menntaskóla og atvinnu í borginni þurfa því að fara um Ártúnsbrekku til að komast á áfangastað og því er nauðsynlegt að leggja tímanlega af stað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert