Fimm flugliðar hyggjast stefna

Fimm fllugfreyjur hyggjast stefna Icelandair.
Fimm fllugfreyjur hyggjast stefna Icelandair. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fimm flugfreyjur og -þjónar hjá Icelandair skoða nú grundvöll fyrir málsókn gegn félaginu vegna veikinda sem þau telja að megi rekja til slæmra loftgæða um borð í vélum félagsins.

Óðinn Elísson, lögmaður fólksins, segir málið á byrjunarstigi og nú sé verið að afla gagna. „Leitað hefur verið viðbragða hjá Icelandair og þau voru þau að hafna því að veikindin mætti rekja til slæmra loftgæða,“ segir Óðinn í umfjöllun um fyrirhugaða málssókn í Morgunblaðinu í dag. Hann segir að fólkið hafi ekki allt verið að störfum samtímis og því sé um fleiri en eina flugferð að ræða.

Axel F. Sigurðsson, trúnaðarlæknir Icelandair, segist ekki geta tjáð sig um einstök mál, en að nokkur tilvik af þessu tagi hafi farið inn á borð rannsóknarnefndar samgönguslysa. Hann segir að loftgæði um borð í flugvélum geti skerst af ýmsum ástæðum, ein þeirra sé þegar agnir úr olíu berist í loftið en talið sé að slíkt geti valdið vanlíðan og ýmsum sjúkdómseinkennum. Rannsóknir sýni að ýmis heilsufarsleg áhætta geti fylgt því að starfa í háloftunum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert