Smurolíuagnir geta valdið veikindum

Vinnuumhverfi flugfreyja og -þjóna er um margt frábrugðið því sem …
Vinnuumhverfi flugfreyja og -þjóna er um margt frábrugðið því sem gengur og gerist í öðrum störfum. Árni Sæberg

Það loft sem áhafn­ir og farþegar anda að sér um borð í flug­vél­um er tekið inn í gegn­um hreyfl­ana. Það bland­ast síðan síuðu lofti sem er í hringrás í loftrás flug­vél­ar­inn­ar. Reynt er eft­ir föng­um að tryggja loft­gæði í flug­vél­um og mæl­ing­ar sýna að þau séu yf­ir­leitt með mikl­um ágæt­um. Þetta seg­ir Axel F. Sig­urðsson, trúnaðarlækn­ir hjá Icelanda­ir og lækn­ir á Hjartamiðstöðinni.

„Við ákveðnar kring­um­stæður geta þó skap­ast aðstæður þar sem agn­ir úr smurol­í­um úr hreyfl­um ber­ast í inn­önd­un­ar­loftið. Þótt flest bendi til að þetta sé fátítt get­ur þetta valdið sjúk­dóms­ein­kenn­um hjá fólki sem er viðkvæmt fyr­ir slík­um efn­um,“ seg­ir hann.

Fimm flug­freyj­ur og -þjón­ar hjá Icelanda­ir skoða nú grund­völl fyr­ir mál­sókn gegn fé­lag­inu vegna veik­inda sem þau telja að megi rekja til slæmra loft­gæða um borð í vél­um fé­lags­ins. Að sögn Óðins Elís­son­ar, lög­manns fólks­ins, hafn­ar Icelanda­ir því að veik­ind­in megi rekja til slæmra loft­gæða.

Greint var frá þess­um veik­ind­um í frétt­um í fyrra og þar kom m.a. fram að fólk úr áhöfn vél­ar, sem var að koma frá Kan­ada, hefði leitað lækn­is eft­ir ferðina vegna höfuðverkja, þreytu og óþæg­inda. Eng­ar spurn­ir bár­ust af veik­ind­um farþega í sömu vél.

Spurður hverju það sæti seg­ir Axel ýms­ar skýr­ing­ar geta verið á því. „Flug­freyj­ur og -þjón­ar eru á þönum alla leiðina og hafa því meiri súr­efn­isþörf. Það gæti gert þau viðkvæm­ari fyr­ir skert­um loft­gæðum. Þá er einnig hugs­an­legt að áhafn­ir séu út­sett­ari fyr­ir þessu þar sem þær eru end­ur­tekið í þessu um­hverfi.“

Vinnu­um­hverfi flug­freyja og -þjóna er um margt frá­brugðið því sem er í öðrum störf­um. „Að mörgu leyti er ekki hægt að bera það sam­an við annað,“ seg­ir Axel, sem er sér­menntaður í fluglækn­ing­um. Hann birti ný­verið grein á vefsíðu sinni, doc­sop­ini­on.com, þar sem hann fjall­ar um þau áhrif sem störf í háloft­un­um geta haft á heilsu­far fólks.

Þar kem­ur fram að flug­freyj­ur og -þjón­ar andi að sér þurru og súr­efn­is­snauðu flug­véla­lofti við störf sín, þau verði fyr­ir geisl­un, tals­verður hávaði og hrist­ing­ur sé um borð og starfið krefj­ist ým­issa lík­am­legra átaka. Þá sé al­gengt að verða fyr­ir áreitni af ýms­um toga, m.a. kyn­ferðis­legri.

„Flug­freyj­ur og -þjón­ar eru einu aðilarn­ir um borð í flug­vél­um sem eru á stöðugri hreyf­ingu og þurfa að erfiða lík­am­lega við þess­ar aðstæður,“ seg­ir Axel.

Verða fyr­ir mik­illi geisl­un

Axel F. Sigurðsson hjartalæknir og trúnaðarlæknir Icelandair.
Axel F. Sig­urðsson hjarta­lækn­ir og trúnaðarlækn­ir Icelanda­ir. Árni Sæ­berg

Í grein sinni vís­ar hann í rann­sókn sem gerð var á veg­um Har­vard-há­skóla á heilsu­farsáhrif­um þess að vinna um borð í flug­vél. Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar voru m.a. að til­tekn­ar teg­und­ir krabba­meins eru al­geng­ari meðal flugþjón­ustu­fólks en annarra. Meðal þess sem um ræðir er krabba­mein í móður­lífi, leg­hálsi, skjald­kirtli, maga og ristli, en flug­freyj­ur og -þjón­ar verða fyr­ir jón­andi geim­geisl­un sem get­ur aukið lík­ur á krabba­meini og dregið úr frjó­semi fólks.

Þá var flugþjón­ustu­fólk meira en tvö­falt lík­legra til að fá húðkrabba­mein og lík­urn­ar á brjóstakrabba­meini voru 51% hærri. Axel seg­ir að þessi geisl­un auk­ist eft­ir því sem hærra er flogið. „Banda­rísk­ar töl­ur sýna að eng­in starfs­stétt verður fyr­ir jafn mik­illi geisl­un og flug­fólk. Þeir sem vinna með geisla, eins og t.d. lækn­ar, eru að öllu jöfnu með varn­ar­búnað eins og blýsvunt­ur og þar er hver starfsmaður með mæli til að fylgj­ast með geisla­magn­inu. Í dag er fylgst með geisl­un á flest­um flug­leiðum og flugáhafn­ir fá m.a. upp­lýs­ing­ar um áætlað geisla­magn sem þær verða fyr­ir í hverri flug­ferð,“ seg­ir hann.

Flugþjón­ustu­fólk þarf að at­hafna sig á þröngu svæði og þarf að lyfta og halda á þung­um hlut­um. Þetta get­ur ýtt und­ir stoðkerf­is­vanda að sögn Ax­els. Þá geti ókyrrð í lofti ýtt und­ir slík­an vanda og sé þekkt­ur slysa­vald­ur hjá flug­fólki.

Spurður hvort hægt sé að bæta vinnu­um­hverfið seg­ir Axel að hann viti til þess að hjá Icelanda­ir sé stöðug vinna í gangi við að bæta vinnuaðstöðu starfs­fólks. „En það eru tak­mörk fyr­ir því hvað flug­fé­lög­in sem slík geta gert, ábyrgðin er líka hjá flug­véla­fram­leiðend­um. Þegar kem­ur að loft­gæðunum er eitt og annað sem get­ur farið úr­skeiðis í flugi. Fæst þess­ara at­vika eru al­var­leg, en þó er þekkt að þau geti stund­um valdið veik­ind­um hjá flug­fólki. Það er áhyggju­efni og verið er að leita lausna. Icelanda­ir hef­ur gert ýms­ar ráðstaf­an­ir til að minnka lík­ur á slík­um at­vik­um, eins og reynd­ar flug­fé­lög víða um heim.“

Vinnu­tími hef­ur áhrif

Annað sem Axel seg­ir að geti haft áhrif á heilsu­far flugþjón­ustu­fólks er óreglu­leg­ur vinnu­tími. „Það er meira um svefnrask­an­ir hjá flug­fólki en öðrum og nei­kvæð áhrif óreglu­legs vinnu­tíma og svefns eru marg­sönnuð. Til dæm­is get­ur það aukið lík­urn­ar á kvíða og þung­lyndi.“

Í grein­inni vís­ar Axel í rann­sókn sem sýndi að 65% ástr­alsks flugþjón­ustu­fólks hefðu orðið fyr­ir kyn­ferðis­áreitni í störf­um sín­um. Áreitn­in fólst m.a. í því að farþegar beruðu sig, káfi, kyn­ferðis­leg­um at­huga­semd­um og nokkuð var um al­var­leg­ar kyn­ferðis­leg­ar árás­ir. Slík til­vik eru sjald­an til­kynnt að sögn Ax­els. „En von­andi breyt­ist það með #met­oo-bylt­ing­unni. Það á eng­inn að þurfa að sætta sig við slíka fram­komu,“ seg­ir hann.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert