Lögð hefur verið fram frummatsskýrsla um mat á umhverfisáhrifum Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti. Áhrif á umhverfið eru misjöfn, eftir því hvaða þættir eru skoðaðir en í heildina eru þau metin á bilinu óveruleg til nokkuð neikvæð.
Samfélagsleg áhrif eru hins vegar metin nokkuð til talsvert jákvæð. Fyrirtækið sem hyggst virkja telur að Einbúavirkjun falli ekki undir rammaáætlun en verkefnisstjórn hennar gerir ráð fyrir friðun Skjálfandafljóts.
Félagið Einbúavirkjun ehf. stendur fyrir áformum um tæplega 10 MW virkjun í Skjálfandafljóti. Ætlunin er að byggja hreina rennslisvirkjun í fljótinu í landi Kálfaborgarár og Einbúa í Bárðardal. Nýtt verður 24 metra fall á um það bil 2,6 km kafla fljótsins. Vatni verður veitt úr fljótinu um 1,3 km langan skurð að stöðvarhúsi og þaðan verður frárennsli veitt um 1,3 km langan veg út í Skjálfandafljót á ný.