Undanþágur of víðtækar

Fyrirheit voru gefin við gerð samninganna í vor um að …
Fyrirheit voru gefin við gerð samninganna í vor um að stíga skref til afnáms verðtryggingar. mbl.is/​Hari

Alþýðusam­bandið er ósátt við frum­varps­drög fjár­mála- og efna­hags­ráðherra um skref til af­náms verðtrygg­ing­ar. Það er á meðal þeirra frum­varpa sem stjórn­völd lofuðu í tengsl­um við gerð lífs­kjara­samn­ings­ins í apríl sl. til að greiða fyr­ir sam­komu­lagi á vinnu­markaði.

Tel­ur ASÍ lof­orð stjórn­valda ekki upp­fyllt að óbreyttu í nýbirtri um­sögn. Und­anþágur frá banni séu allt of víðtæk­ar.

Í frum­varps­drög­un­um er lagt til að frá og með árs­byrj­un 2020 verði óheim­ilt að veita verðtryggð jafn­greiðslu­lán til neyt­enda til lengri tíma en 25 ára nema að ákveðnum skil­yrðum upp­fyllt­um. Gert er ráð fyr­ir ýms­um und­anþágum frá bann­inu við verðtrygg­ingu til lengri tíma. Þær ganga m.a. út á að lán­tak­ar sem eru yngri en 35 ára geti áfram tekið verðtryggð jafn­greiðslu­lán til 40 ára, 35 til 39 ára geti tekið lán til 35 ára og 40 til 44 ára geti fengið verðtryggð lán til 30 ára. Einnig er gert ráð fyr­ir und­anþágum vegna lágra tekna lánþega og ef veðsetn­ing­ar­hlut­fall er und­ir 50%. Talið er að allt að 75% lán­tak­enda gætu fallið und­ir und­anþág­urn­ar.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka