Of lítið fé til grunnskóla

Nær allir rekstrarliðir grunnskóla Reykjavíkur eru fjársveltir, að sögn innri …
Nær allir rekstrarliðir grunnskóla Reykjavíkur eru fjársveltir, að sögn innri endurskoðunar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Grunnskólar Reykjavíkur standa almennt frammi fyrir því að nánast allir rekstrarliðir fá of knappt fjármagn. Þá virðist mismunandi skilningur vera á milli skólastjórnenda og skóla- og frístundasviðs annars vegar og fjárveitingarvalds borgarinnar hins vegar um hvað er nauðsynlegt fjármagn til reksturs á grunnskólum borgarinnar.

Þetta eru meginniðurstöður skýrslu innri endurskoðunar um úthlutun fjárhagsramma og rekstur grunnskóla Reykjavíkur, en skýrslan var kynnt á fundi skóla- og frístundaráðs síðastliðinn þriðjudag.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag segir Örn Þórðarson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, niðurstöður skýrslunnar „mjög sláandi“. Þær komi honum þó ekki á óvart, þörf sé á að forgangsraða fjármunum borgarinnar til skóla. „Fjárveitingarvald og yfirstjórn borgarinnar þarf að horfa á þetta verkefni með öðrum hætti og láta af sinni sveltistefnu,“ segir hann.

Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri-grænna, segir núverandi úthlutunarlíkan gallað og að stýrihópur á vegum borgarinnar vinni nú að úrbótum sem skila eigi réttlátari dreifingu fjármagns.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert