Öryggissveitir komnar til Íslands

Herþyrlurnar tvær á flugi yfir Skeifunni síðdegis.
Herþyrlurnar tvær á flugi yfir Skeifunni síðdegis. Ljósmynd/Friðrik G. Kristjánsson

Hingað til lands eru komn­ir full­trú­ar frá banda­rísku leyniþjón­ustu­stofn­un­inni, US Secret Service, sem gæt­ir ör­ygg­is for­seta og vara­for­seta Banda­ríkj­anna. Sam­kvæmt ör­ugg­um heim­ild­um mbl.is er um að ræða nokkra tugi ein­stak­linga.

Koma US Secret Service teng­ist fyr­ir­hugaðri heim­sókn Mike Pence, vara­for­seta Banda­ríkj­anna, til Íslands. Er vara­for­set­inn vænt­an­leg­ur miðviku­dag­inn 4. sept­em­ber næst­kom­andi. Hef­ur Pence meðal ann­ars þekkst boð Guðna Th. Jó­hann­es­son­ar, for­seta Íslands, um há­deg­is­verðar­fund á Bessa­stöðum. Ekki er vitað hvort hann muni einnig eiga fund með Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráðherra.

Heim­ild­ir mbl.is herma að full­trú­ar US Secret Service vinni nú meðal ann­ars náið með rík­is­lög­reglu­stjóra, ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu og sendi­ráði Banda­ríkj­anna. Er þetta sagt liður í und­ir­bún­ingi fyr­ir komu vara­for­set­ans. Litl­ar upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir um þann viðbúnað sem bú­ast má við þegar Pence kem­ur til Íslands, en hann verður að öll­um lík­ind­um mik­ill ef marka má þann viðbúnað sem viðhafður er í heim­sókn­um hans ann­ars staðar. 

Þá fékk mbl.is einnig spurn­ir af því að sést hefði til tveggja banda­rískra herþyrlna fyrr í dag. Eru þær sagðar hafa flogið lág­flug yfir Reykja­vík og ekki leið á löngu þar til vak­in var at­hygli á ferð þyrln­anna í Face­book-hópn­um Flugnör­d­ar. Talið er lík­legt að þyrlurn­ar tvær teng­ist einnig fyr­ir­hugaðri heim­sókn vara­for­set­ans. 

Fulltrúar US Secret Service vinna nú með ríkislögreglustjóra.
Full­trú­ar US Secret Service vinna nú með rík­is­lög­reglu­stjóra. Árni Sæ­berg

Greint var frá því á mbl.is og í Morg­un­blaðinu í dag að í gær hefði banda­rísk sprengjuflug­vél af gerðinni Nort­hrop B-2 Spi­rit lent á Kefla­vík­ur­flug­velli. Vél­ar þess­ar eru upp­haf­lega hannaðar til að bera kjarna­vopn. Þá hef­ur einnig banda­rísk flugsveit sinnt loft­rým­is­gæslu und­an­farið á Íslandi með F-16 orr­ustuþotum. Það má því segja að hernaðar­um­svif Banda­ríkja­manna hafi auk­ist nokkuð hér við land und­an­farn­ar vik­ur og mánuði.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert