Reynisfjall allt mjög óstöðugt

Austurhluti fjörunnar er lokaður eftir að stór skriða féll. Nú …
Austurhluti fjörunnar er lokaður eftir að stór skriða féll. Nú er unnið að því að loka austurhlutanum varanlega. mbl.is/Hallur Már

Meira máli skipt­ir að stjórna aðgengi að Reyn­is­fjöru en að fjölga mæl­um í Reyn­is­fjalli, að sögn for­stjóra Veður­stof­unn­ar. Í síðustu viku féll stór skriða í Reyn­is­fjalli sem er fyr­ir ofan fjöl­sótt­an ferðamannastað, Reyn­is­fjöru. Þá höfuðkúpu­brotnaði ferðamaður.

Í gær ákvað um­hverf­is­ráðherra að veita Veður­stof­unni tólf til fimmtán millj­ón­ir á ári fyr­ir einu stöðugildi vegna skriðuvökt­un­ar.

„Reyn­is­fjall er nátt­úru­lega allt mjög óstöðugt eins og menn þekkja og þarna hryn­ur stöðugt úr og er nátt­úru­lega sjáv­ar­rof fyrst og fremst þannig að það er í eðli sínu mjög hættu­leg­ur staður,“ seg­ir Árni Snorra­son for­stjóri Veður­stof­unn­ar spurður um hvort fjölga eigi mæl­um í Reyn­is­fjalli.

„Ég held að það sem skipti mestu máli þar sé að stýra aðgengi að svæðinu þannig að menn séu ekki sett­ir í óþarfa áhættu.“

Í sam­tali við mbl.is fyrr í dag sagði Þor­björg­ Gísla­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Mýr­dals­hrepps, að aust­asta hluta fjör­unn­ar, þar sem skriðan féll, verði lokað var­an­lega. 

Árni Snorrason, forstjóri Veðurstofu Íslands.
Árni Snorra­son, for­stjóri Veður­stofu Íslands. mbl.is/​Sig­urður Bogi Sæv­ars­son

Auk­in skriðuföll tengj­ast lofts­lags­breyt­ing­um

Í áætl­un Veður­stof­unn­ar var reiknað með 30 millj­ón­um á ári til þriggja ára og því er fjár­magnið mun minna en Veður­stof­an hafði reiknað með. Um það hvort ekki þurfi meira til seg­ir Árni:

„Við höf­um verið með mjög öfl­ug­an of­an­flóðahóp hér mjög lengi en þarna hafa verið nýj­ar áskor­an­ir. Þessi viðbót svar­ar heil­miklu af okk­ar ósk­um þannig að við get­um brugðist við þess­um nýju áskor­un­um. Það er fagnaðarefni að menn séu til­bún­ir að setja op­in­bert fé í að mæta þess­um nýju áskor­un­um sem marg­ar hverj­ar tengj­ast lofts­lags­mál­um og þess­um mikla ferðamanna­fjölda sem fer inn á svæði sem áður voru í raun ekki heim­sótt nema af mjög fáum.“

Auk­in hætta á skriðuföll­um

Árni seg­ir að hætt­an á aukn­um skriðuföll­um sé meiri en áður. „Við telj­um að aukn­ing á skriðuföll­um sé lík­leg í framtíðinni. Hrun vegna breyt­inga á sífrera get­ur til dæm­is valdið auk­inni skriðutíðni. Eins erum við að vakta Svína­fells­heiði þar sem jök­ull er að hopa og þar höf­um við til dæm­is sett upp mæla­kerfi og erum að bæta í það í sum­ar.“

Fjár­magnið sem Veður­stof­an fær fer fyrst og fremst í fjár­mögn­un á nýju stöðugildi. „Þetta er ekki bara vökt­un held­ur líka kerf­is­bund­in grein­ing á skriðuhættu á land­inu, þar sem við not­um fyrst og fremst bæði jarðeðlis­fræðileg­ar aðferðir en líka grein­ingu með gervi­hnatta­gögn­um. Við höf­um verið að þjálfa okk­ar fólk í slíku, meðal ann­ars í mjög ná­inni sam­vinnu við Norðmenn,“ seg­ir Árni.

Svína­fells­heiði í gjör­gæslu

Spurður hvort ekki þyrfti líka að fjölga mæl­um seg­ir Árni: „Við mun­um gera grein­ingu á aðstæðum kerf­is­bundið á land­inu og ein­blína sér­stak­lega á staði þar sem fólk annað hvort býr eða kem­ur mikið.“

Matið mun leiða í ljós hvort vakta þurfi ein­hver svæði sér­stak­lega. „Á grund­velli þess mats mun­um við vænt­an­lega sjá ein­hverja staði sem myndu kalla á frek­ari vökt­un með mæli­tækj­um. Þetta er verklag sem Norðmenn hafa notað. Það eru ákveðnir staðir sem þeir telja hættu­lega og suma þeirra eru þeir að vakta í gjör­gæslu. Það má segja að við séum að vakta Svína­fells­heiði í gjör­gæslu,“ seg­ir Árni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka