FÍA boðar til fundar vegna Icelandair

Þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli.
Þotur Icelandair á Keflavíkurflugvelli. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Guðmundur Már Þorvarðarson, varaformaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA), segir að félagið muni halda fund með félagsmönnum sínum í næstu viku í kjölfar ákvörðunar Icelandair um að lækka starfshlutfall 111 flugmanna í 50% þann 1. desember.

Þá verða 30 flugstjórar færðir tímabundið í starf flugmanns, að því er fram kemur í umfjöllun um þetta mál í Morgunblaðinu í dag.

Guðmundur sagðist ekki hafa heyrt mikið frá félagsmönnum sínum. „Ég held að mannskapurinn sé aðeins að melta þetta,“ sagði Guðmundur. „Þetta er væntanlega töluverð skerðing á ráðstöfunartekjum þessara einstaklinga,“ svaraði hann spurður um áhrif ákvörðunar Icelandair.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert