Hleðsluturnar fyrir Herjólf

Hleðsluturn settur niður í Eyjum.
Hleðsluturn settur niður í Eyjum. Ljósmynd/Óskar

Rafmagnshleðsluturnar fyrir Vestmannaeyjaferjuna Herjólf eru nú komnir í Vestmannaeyjahöfn og Landeyjahöfn.

Framkvæmdastjóri Herjólfs segir að vonast sé til að uppsetningu þeirra ljúki í október eða nóvember og þá geti vélar skipsins gengið fyrir rafmagni á leiðinni milli Eyja og Landeyjahafnar.

Að sögn Guðbjarts Ellerts Jónssonar framkvæmdastjóra er miðað við að hægt verði að hlaða skipið í báðum höfnunum milli ferða, sem eru nú sjö á dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert