Hundruð gæta Mike Pence

Mike Pence.
Mike Pence. AFP

Íslenska lög­regl­an og banda­rísk­ar ör­ygg­is­sveit­ir verða með gríðarleg­an viðbúnað þegar Mike Pence, vara­for­seti Banda­ríkj­anna, kem­ur hingað til lands á miðviku­dag.

Sam­kvæmt heim­ild­um Morg­un­blaðsins verða á annað hundrað ís­lensk­ir lög­reglu­menn frá hinum ýmsu embætt­um á vakt­inni, þ. á m. öll sér­sveit Rík­is­lög­reglu­stjóra. Þá munu einnig á þriðja hundrað Banda­ríkja­menn, full­trú­ar frá leyniþjón­ustu­stofn­un­inni US Secret Service, sem sér um ör­yggi for­seta og vara­for­seta Banda­ríkj­anna, og her­menn, koma hingað vegna heim­sókn­ar­inn­ar. Sum­ir þess­ara manna eru þegar komn­ir til lands­ins, eins og greint hef­ur verið frá.

Þá hef­ur Morg­un­blaðið einnig heim­ild­ir fyr­ir því að fleiri her­gögn séu vænt­an­leg til lands­ins á næst­unni, m.a. loft­för, en tvær banda­rísk­ar herþyrl­ur eru þegar hér á landi og hafa þær m.a. sést á flugi yfir höfuðborg­ar­svæðinu. Þyrlurn­ar eru geymd­ar í flug­skýli 831 á Kefla­vík­ur­flug­velli.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert