Hundruð gæta Mike Pence

Mike Pence.
Mike Pence. AFP

Íslenska lögreglan og bandarískar öryggissveitir verða með gríðarlegan viðbúnað þegar Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, kemur hingað til lands á miðvikudag.

Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verða á annað hundrað íslenskir lögreglumenn frá hinum ýmsu embættum á vaktinni, þ. á m. öll sérsveit Ríkislögreglustjóra. Þá munu einnig á þriðja hundrað Bandaríkjamenn, fulltrúar frá leyniþjónustustofnuninni US Secret Service, sem sér um öryggi forseta og varaforseta Bandaríkjanna, og hermenn, koma hingað vegna heimsóknarinnar. Sumir þessara manna eru þegar komnir til landsins, eins og greint hefur verið frá.

Þá hefur Morgunblaðið einnig heimildir fyrir því að fleiri hergögn séu væntanleg til landsins á næstunni, m.a. loftför, en tvær bandarískar herþyrlur eru þegar hér á landi og hafa þær m.a. sést á flugi yfir höfuðborgarsvæðinu. Þyrlurnar eru geymdar í flugskýli 831 á Keflavíkurflugvelli.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert