Nýrra spádóma að vænta

Sigríður Klingenberg
Sigríður Klingenberg mbl.is/Árni Sæberg

„Fólk ætti að vera dug­legra að faðma tré. Þegar ég faðma tré – og ég geri það mikið – finnst fólki það eðli­legt. Ég hef leyfi til þess. Það á að vera eðli­legt fyr­ir alla,“ seg­ir spá­kon­an Sigga Kling.

Í næstu viku hef­ur Sigga störf hjá Árvakri, þar sem hún mun meðal ann­ars halda úti sinni vin­sælu stjörnu­spá á mbl.is. Auk þess verður hún viku­leg­ur gest­ur í Morg­un­blaðinu og á út­varps­stöðinni K100.

Sigga seg­ir þó að les­end­ur megi vænta nýj­unga í spá­dóm­um henn­ar.

Auk hinn­ar mánaðarlegu stjörnu­spár mun Sigga halda úti svo­kölluðum spá­dómsorðum á mbl.is, en þau verða frum­sýnd á forsíðu mbl.is á mánu­dag­inn.

„Ég er ör­ugg­lega mjög lé­leg út­varps­kona því ég er með svona sjö­tíu hug­mynd­ir í hausn­um á mér í einu sem flækj­ast hver fyr­ir ann­arri. Sum­ir segja að ég þurfi túlk ef ég ætli í út­varpið. Ég held per­sónu­lega að Logi Berg­mann geti gegnt þessu hlut­verki,“ seg­ir hún, en nán­ar er rætt við Siggu Kling í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins, sem út kom í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert