„Fólk ætti að vera duglegra að faðma tré. Þegar ég faðma tré – og ég geri það mikið – finnst fólki það eðlilegt. Ég hef leyfi til þess. Það á að vera eðlilegt fyrir alla,“ segir spákonan Sigga Kling.
Í næstu viku hefur Sigga störf hjá Árvakri, þar sem hún mun meðal annars halda úti sinni vinsælu stjörnuspá á mbl.is. Auk þess verður hún vikulegur gestur í Morgunblaðinu og á útvarpsstöðinni K100.
Sigga segir þó að lesendur megi vænta nýjunga í spádómum hennar.
Auk hinnar mánaðarlegu stjörnuspár mun Sigga halda úti svokölluðum spádómsorðum á mbl.is, en þau verða frumsýnd á forsíðu mbl.is á mánudaginn.
„Ég er örugglega mjög léleg útvarpskona því ég er með svona sjötíu hugmyndir í hausnum á mér í einu sem flækjast hver fyrir annarri. Sumir segja að ég þurfi túlk ef ég ætli í útvarpið. Ég held persónulega að Logi Bergmann geti gegnt þessu hlutverki,“ segir hún, en nánar er rætt við Siggu Kling í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins, sem út kom í dag.