Samningur um augasteinsaðgerðir

Augnlæknir á einkastofu framkvæmir aðgerð á sjúklingi
Augnlæknir á einkastofu framkvæmir aðgerð á sjúklingi Ljósmynd/Ólafur Már Björnsson

Heilbrigðisráðherra hefur staðfest samning milli Sjúkratrygginga Íslands og einkareknu augnlæknastofunar Lasersjónar ehf. um augasteinsaðgerðir fyrir sjúkratryggða einstaklinga að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Greint er frá þessu á vef Sjúkratrygginga. Samningur þessi er til eins árs og var gerður í kjölfar verðfyrirspurnar þar sem óskað var tilboða í framkvæmd 600 augasteinsaðgerða á 12 mánaða tímabili. Verðfyrirspurnin leiddi til þess að verð fyrir þjónustuna er nú tæplega 13% lægra en verð í fyrri samningum um sömu þjónustu, að því er segir á heimasíðu Sjúkratrygginga Íslands.

Með staðfestingu ráðherra hefur samningurinn öðlast gildi og eru þá þrír aðilar sem framkvæma augasteinsaðgerðir með greiðsluþátttöku hins opinbera, þ.e. Landspítali, Sjúkrahúsið á Akureyri og einkafyrirtækið Lasersjón, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert