Bleiki skatturinn afnuminn í dag

Frumvarp þessa efnis var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á …
Frumvarp þessa efnis var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi 11. júní síðastliðinn. AFP

Virðisaukaskattur á tíðavörur, sem stundum er kallaður bleiki skatturinn, lækkar úr 24% í 11% í dag, 1. september.

Frumvarp þessa efnis var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi 11. júní síðastliðinn og nær það til allra einnota og marg­nota tíðavara, svo sem dömu­binda, túr­tappa og tíðabik­ara, auk allra teg­unda getnaðar­varna.

Í grein­ar­gerð með frum­varp­inu kem­ur fram að mark­mið þess sé að stuðla að bættri lýðheilsu með því að draga úr kostnaði vegna nauðsyn­legra hrein­lætis­vara, ásamt því að jafna aðstöðumun not­enda mis­mun­andi forma getnaðar­varna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert