Virðisaukaskattur á tíðavörur, sem stundum er kallaður bleiki skatturinn, lækkar úr 24% í 11% í dag, 1. september.
Frumvarp þessa efnis var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi 11. júní síðastliðinn og nær það til allra einnota og margnota tíðavara, svo sem dömubinda, túrtappa og tíðabikara, auk allra tegunda getnaðarvarna.
Í greinargerð með frumvarpinu kemur fram að markmið þess sé að stuðla að bættri lýðheilsu með því að draga úr kostnaði vegna nauðsynlegra hreinlætisvara, ásamt því að jafna aðstöðumun notenda mismunandi forma getnaðarvarna.